Íslenski boltinn

Stórskemmtilegt innslag um Pollamótið: „Vá hvað þetta er gaman“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vanda leikur með KR en liðið hefur tekið þátt undanfarin 15 ár eða svo.
Vanda leikur með KR en liðið hefur tekið þátt undanfarin 15 ár eða svo. Mynd/Stöð 2 Sport

„Þar sem kona spilar, þar erum við,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Pepsi Max Mörkunum á föstudaginn var. Fór þátturinn á stúfuna og kíkti á Pollamótið á Akureyri – sem er rangnefni – „en þar spila elstu konurnar,“ sagði Helena um mótið.

Helena fór til Akureyrar og talaði við hinar ýmsu goðsagnir úr kvennaknattspyrnunni hér heima. Til að mynda Guðlaugu Jónsdóttur, sem lék á sínum tíma 56 landsleiki, og Vöndu Sigurgeirsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og lék bæði með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og körfubolta á sínum tíma. 

Þá var Vanda fyrst íslenskra kvenna til að þjálfara karlalið en það gerði hún um aldamótin.

Rætt var við fleiri fyrrum landsliðskonur sem og Örnu Sif Ásgrímsdóttur, leikmanns Þórs/KA, um stöðuna á liðinu og stemninguna á Akureyri í sumar.

Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Pollamótið á Akureyri: Vá hvað þetta er gaman

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×