Pablo Hernandez fór langleiðina með að tryggja Leeds úrvalsdeildarsæti Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 14:30 Leeds þarf einungis fjögur stig í síðustu þremur leikjunum til að komast upp. getty/Alex Dodd Leeds United er komið langleiðina með að tryggja sér sæti í efstu deild á ný eftir 16 ára fjarveru. Liðið vann 1-0 útisigur á Swansea City í Wales í dag. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á 89. mínútu skoraði Pablo Hernandez sannkallað gullmark fyrir Leeds með skoti fyrir utan teig, mögulega eitt mikilvægasta mark tímabilsins fyrir Leeds. Það reyndist sigurmark leiksins og er Leeds með 84 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Brentford sem er í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Endurkoma í ensku úrvalsdeildina eftir 16 ára fjarveru handan við hornið hjá Leeds, sem þarf einungis fjögur stig í síðustu þremur leikjum sínum til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið. Swansea er á meðan í 7. sæti, stigi á eftir umspilssæti. Enski boltinn Fótbolti
Leeds United er komið langleiðina með að tryggja sér sæti í efstu deild á ný eftir 16 ára fjarveru. Liðið vann 1-0 útisigur á Swansea City í Wales í dag. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á 89. mínútu skoraði Pablo Hernandez sannkallað gullmark fyrir Leeds með skoti fyrir utan teig, mögulega eitt mikilvægasta mark tímabilsins fyrir Leeds. Það reyndist sigurmark leiksins og er Leeds með 84 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Brentford sem er í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Endurkoma í ensku úrvalsdeildina eftir 16 ára fjarveru handan við hornið hjá Leeds, sem þarf einungis fjögur stig í síðustu þremur leikjum sínum til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið. Swansea er á meðan í 7. sæti, stigi á eftir umspilssæti.