Manchester United setti met með sigrinum í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Pogba skoraði þriðja mark Man Utd í gær sem sá til þess að þeir settu metið. Shaun Botterill/Getty Images Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira