Sport

Litin horn­auga fyrir að vera dug­leg að æfa er hún gengur með sitt fyrsta barn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klara Svensson tekur á því.
Klara Svensson tekur á því. instagram/klara svensson

Þegar Klara Svensson reimar á sig hlaupaskóna og fer út að hlaupa eða gerir ýmsar æfingar er hún litin hornauga af mörgum þeim sem mæta henni meðan hún æfir.

Klara er ófrísk og er gengin 39 vikur en hún segir frá þessu í samtali við sænska dagblaðið Expressen. Hún er fyrrum heimsmeistari í boxi en hún bjó lengi vel og æfði í Danmörku.

„Margir eru skelkair að sjá ólétta konu hlaupa og boxa út í loftið. Þau vilja meina að ég setji líkamann minn í hættu og að ég auki möguleikann á því að fæða of snemma,“ sagði Klara.

„Þau undra sig einnig á því hvort að þetta sé ekki þungt, þegar þau sjá magann á mér hoppa, en þetta er það ekki. Ég held að þetta sé kynslóðaspurning og af því það eru ákveðnar fastar skoðanir hvernig eigi að fara sér þegar maður er ólétt.“

Klara segir í viðtalinu að hún hafi ekki farið sér of hratt en hefur liðið vel og því æft af miklum krafti á meðgöngunni.

„Ég hef alltaf hlustað á líkamann. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að því lengur sem hefur liðið á meðgönguna því stöðugara hefur þetta verið.“

View this post on Instagram

Låt en kvinna leva Länk i bio

A post shared by Klara Svensson (@klaraswedishprincess) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×