Segir að nokkrir leikmenn Man. United eigi ekki skilið að fá að vera í klefanum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:30 Peter Schmeichel, goðsögn hjá Man. Utd. vísir/getty Peter Schmeichel, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1991 til 1999, segir að það séu leikmenn hjá félaginu sem vilji alls ekki vera þar. Þá þurfi félagið að losa sig við. Schmeichel lék með núverandi stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, á tíma sínum hjá félaginu og segir fyrrum markvörðurinn að Norðmaðurinn sé að gera magnað starf. Þegar talið barst að leikmannahópi liðsins segir Schmeichel að Ole hafi gert gott mót við að losa sig við nokkra leikmenn en það þurfi að taka enn frekar til hendinni. „Ég sagði það í viðtali fyrir löngu, löngu síðan - þegar Ole mætti, að mikilvægasta verkefnið væri ekki að fá leikmenn, heldur að losa sig við leikmenn,“ sagði Daninn í samtali við MUTV. Schmeichel says "shocking" Man Utd player doesn't belong at club in MUTV ranthttps://t.co/wM3IBFe0Lv— Mirror Football (@MirrorFootball) July 8, 2020 „Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem vilja alls ekki vera þarna. Þeir eru ekki að spila fyrir merkið og þeir eru að þarna til þess að skapa nafn fyrir þá sjálfa.“ „Ég var að lesa um einn leikmann sem var að reyna búa til merki eins og Beckham, sem er átakanlegt, en það eru leikmenn sem eiga ekki skilið að fá að vera í klefanum.“ „Ég held að Ole hafi gert vel að taka þá úr myndinni svo við munum bara að þeir eru hluti af hópnum þegar við tölum um þá eða lesum um leikmannahópinn. Hann hefur gert frábært starf.“ Schmeichel segir einnig að félagið eigi að halda tryggð við Spánverjann David de Gea en hann hefur verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni. „David er okkar markvörður númer eitt. Hann er enn ungur. Hann gæti spilað í tíu ár í viðbót. Stöndum á bak við hann. Við ættum að styðja það sem við erum með því við vitum að það sem við höfum er mjög gott.“ „Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur. Það er enginn vafi á því. Hann hefur staðið í markinu í erfiðasta skeiði Manchester United,“ sagði sá danski. Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Peter Schmeichel, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1991 til 1999, segir að það séu leikmenn hjá félaginu sem vilji alls ekki vera þar. Þá þurfi félagið að losa sig við. Schmeichel lék með núverandi stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, á tíma sínum hjá félaginu og segir fyrrum markvörðurinn að Norðmaðurinn sé að gera magnað starf. Þegar talið barst að leikmannahópi liðsins segir Schmeichel að Ole hafi gert gott mót við að losa sig við nokkra leikmenn en það þurfi að taka enn frekar til hendinni. „Ég sagði það í viðtali fyrir löngu, löngu síðan - þegar Ole mætti, að mikilvægasta verkefnið væri ekki að fá leikmenn, heldur að losa sig við leikmenn,“ sagði Daninn í samtali við MUTV. Schmeichel says "shocking" Man Utd player doesn't belong at club in MUTV ranthttps://t.co/wM3IBFe0Lv— Mirror Football (@MirrorFootball) July 8, 2020 „Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem vilja alls ekki vera þarna. Þeir eru ekki að spila fyrir merkið og þeir eru að þarna til þess að skapa nafn fyrir þá sjálfa.“ „Ég var að lesa um einn leikmann sem var að reyna búa til merki eins og Beckham, sem er átakanlegt, en það eru leikmenn sem eiga ekki skilið að fá að vera í klefanum.“ „Ég held að Ole hafi gert vel að taka þá úr myndinni svo við munum bara að þeir eru hluti af hópnum þegar við tölum um þá eða lesum um leikmannahópinn. Hann hefur gert frábært starf.“ Schmeichel segir einnig að félagið eigi að halda tryggð við Spánverjann David de Gea en hann hefur verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni. „David er okkar markvörður númer eitt. Hann er enn ungur. Hann gæti spilað í tíu ár í viðbót. Stöndum á bak við hann. Við ættum að styðja það sem við erum með því við vitum að það sem við höfum er mjög gott.“ „Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur. Það er enginn vafi á því. Hann hefur staðið í markinu í erfiðasta skeiði Manchester United,“ sagði sá danski.
Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira