Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Telma Tómasson skrifar 9. júlí 2020 07:05 Norræna. Vísir/Jói K. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þarf sýni úr tæplega 500 farþegum. Tólf manna teymi heilbrigðisstarfsfólks flaug til Færeyja í gær og er um borð í ferjunni, 10 manns sinna sýnatöku og tveir eru tæknimenn. Byrjað verður að taka sýnin 24 sjómílum frá landgrunni Íslands og er áætlað að starfinu sé að mestu lokið þegar skipið leggst að bryggju á Seyðisfirði klukkan hálf níu, að sögn Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line. Teymið er mannað af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til stóð að hópurinn væri að hluta mannaður af starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, en hætt var við aðkomu þeirra í ljósi breytinga. Næstu þrjár vikur er áætlað að um 750 til 800 farþegar komi með Norrænu hingað til lands í hverri viku. Í frétt á vefsíðu Austurfréttar segir að farþegar fái afhent upplýsingablað við komuna til landsins þar sem þeim er meðal annars ráðlagt að nota ekki almenningssamgöngur, halda kyrru fyrir á áfangastað eða heimili og forðast náin samskipti, þar til niðurstöður skimunarinnar liggja fyrir. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og hvetur jafnt þá sem heimamenn að gæta að persónulegum smitvörnum og fjarlægðatakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Seyðisfjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þarf sýni úr tæplega 500 farþegum. Tólf manna teymi heilbrigðisstarfsfólks flaug til Færeyja í gær og er um borð í ferjunni, 10 manns sinna sýnatöku og tveir eru tæknimenn. Byrjað verður að taka sýnin 24 sjómílum frá landgrunni Íslands og er áætlað að starfinu sé að mestu lokið þegar skipið leggst að bryggju á Seyðisfirði klukkan hálf níu, að sögn Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line. Teymið er mannað af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til stóð að hópurinn væri að hluta mannaður af starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, en hætt var við aðkomu þeirra í ljósi breytinga. Næstu þrjár vikur er áætlað að um 750 til 800 farþegar komi með Norrænu hingað til lands í hverri viku. Í frétt á vefsíðu Austurfréttar segir að farþegar fái afhent upplýsingablað við komuna til landsins þar sem þeim er meðal annars ráðlagt að nota ekki almenningssamgöngur, halda kyrru fyrir á áfangastað eða heimili og forðast náin samskipti, þar til niðurstöður skimunarinnar liggja fyrir. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og hvetur jafnt þá sem heimamenn að gæta að persónulegum smitvörnum og fjarlægðatakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Seyðisfjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira