„Held og vona að Sara fái vel borgað því hún á það skilið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2020 10:30 Margrét Lára spilaði lengi vel í atvinnumennsku og þekkir fótboltaheiminn inn og út. mynd/s2s Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk
Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15
Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38