Norwegian vill ógilda risasamning við Boeing Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 07:24 Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019. EPA/JOHAN NILSSON Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu. Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu.
Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira