Innlent

Forsetinn og fleiri fara yfir kosningarnar í Víglínunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, nýendurkjörinn forseti Íslands, verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Guðni hlaut 92,2% atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Það er hlutfallslega næstbesta kosning sem forseti hefur hlotið í lýðveldissögunni. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, hlaut 7,8% atkvæða.

Þátturinn verður að öllu leyti tileinkaður forsetakosningum en í síðari hluta þáttarins verður rætt við Ragnhildi Helgadóttur, lagaprófessor og sviðsforseta við Háskólann í Reykjavík, og rýnt nánar í niðurstöður kosninganna og forsetaembættið.

Þátturinn er sá síðasti fyrir sumarfrí og hefst í beinni útsendingu og opinni dagskrá klukkan 17:40 á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×