Innlent

Þolin­mæði ráð­herra gagn­vart illri með­ferð á verka­fólki á þrotum

Sylvía Hall skrifar
Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. Hann hyggst setja aukinn kraft í málaflokkinn eftir þennan hræðilega atburð.

Frá þessu greinir Ásmundur á Facebook-síðu sinni þar sem hann vottar öllum sem eiga um sárt að binda vegna brunans samúð sína. Málið þurfi að rannsaka frá ýmsum hliðum en þó sé ljóst að slæmar aðstæður verkafólks séu allt of algengar.

„Þolinmæði mín og samfélagsins alls gagnvart þessari stöðu er á þrotum. Strax eftir að fréttir bárust af brunanum fundaði ég með viðeigandi aðilum í ráðuneytinu, ásamt fulltrúum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,“ skrifar Ásmundur.

Hann segir mikla vinnu nú þegar hafa farið fram í málaflokknum en nú verði aukinn kraftur settur í þá vinnu. Sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar verði að koma að borðinu.


Tengdar fréttir

Karlmaður leiddur fyrir héraðsdóm vegna brunans

Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×