Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 09:01 Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Vísir/Vilhelm Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tveir handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögregluþjóna en sleppt eftir skýrslutökur. Einn er í haldi í þágu rannsóknarinnar og mun liggja fyrir í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum. Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltekt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Í tilkynningunni segir að ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að samkvæmt Þjóðskrá séu 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu. Langstærstur hluti þeirra séu með erlent vegabréf en íslenska kennitölu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Búið að slökkva eldinn að mestu Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi. 25. júní 2020 19:55 Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. 25. júní 2020 19:12 Handtóku mann í rússneska sendiráðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag. 25. júní 2020 18:57 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tveir handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögregluþjóna en sleppt eftir skýrslutökur. Einn er í haldi í þágu rannsóknarinnar og mun liggja fyrir í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum. Tilkynning um eldsvoðann barst á klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltekt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Í tilkynningunni segir að ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að samkvæmt Þjóðskrá séu 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu. Langstærstur hluti þeirra séu með erlent vegabréf en íslenska kennitölu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Búið að slökkva eldinn að mestu Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi. 25. júní 2020 19:55 Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. 25. júní 2020 19:12 Handtóku mann í rússneska sendiráðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag. 25. júní 2020 18:57 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17
Búið að slökkva eldinn að mestu Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi. 25. júní 2020 19:55
Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. 25. júní 2020 19:12
Handtóku mann í rússneska sendiráðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag. 25. júní 2020 18:57