Húsið sem brann hefur ítrekað ratað í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 17:40 Frá vettvangi brunans í dag. Vísir/vilhelm Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21
Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42
Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28