Slagsmálahundar í brúðkaupi systur Hafþórs hlupu í burtu þegar Fjallið mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig aðeins niður en þessi mynd er af Instagram siðu hans. Mynd/Instagram Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Kraftlyftingar Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sjá meira
Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Kraftlyftingar Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sjá meira