Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2020 20:00 Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22