Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2020 20:00 Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22