Innlent

Frið­rik Ólafs­son er látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Friðrik á stórbrotinn feril að baki.
Friðrik á stórbrotinn feril að baki. Vísir/Rax

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Friðrik skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn, fimm barnabörn og fimm langafabörn.

Friðrik, sem fæddist 26. janúar 1935, varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák. Hann varð jafnframt Norðurlandameistari árið 1953 og fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák 1958. Þar að auki vann hann fjölda skákmóta, bæði hér heima og erlendis.

Frirðik var fyrsti íslenski stórmeistarinn.Vísir/Rax

Friðrik útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1968. Friðrik starfaði víða, en sérstaklega má minnast á að hann var forseti Alþjóðaskáksambandsins frá 1978 til 1982 og skrifstofustjóri Alþingis frá 1984 til 2005.

Friðrik varð níræður á dögunum og í tilefni stórafmælisins tók Jakob Bjarnar ítarlegt viðtal við hann fyrir Vísi. Það viðtal má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×