Sport

Fury hefur fengið boð um að berjast við Tyson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tyson Fury.
Tyson Fury. vísir/getty

Bardagakappinn, Tyson Fury, hefur fengið boð um að berjast við goðsögnina Mike Tyson en þetta staðfestir Frank Warren, sá sem heldur utan um flesta bardaga Tyson Fury.

Það eru mörg ár síðan að Mike Tyson hætti að berjast en síðustu tvo mánuði hafa lekið myndbönd af Tyson og er hann kominn í rosalegt form.

Mike hefur verið orðaður við bardaga á nýjan leik gegn Evander Holyfield en þeir börðust eftirminnilega árið 1999 er Tyson beit hluta af eyra Holyfield af.

„Tyson hefur fengið tækifærið,“ sagði Warren við Metro.co.uk en hann sjálfur virðist ekki vera hrifinn af þessum bardaga. „Það hefur verið samtal um að Tyson berjist gegn Tury og það samtal hefur verið án mín. Til að vera hreinskilinn þá hef ég ekki áhuga á því.“

Mike Tyson, sem hefur ekki barist síðan 2005, verður 54 ára í þessum mánuði.

„Mike er gamall. Hann er ekki betri en þegar hann tapaði gegn Danny Williams og Kevin McBride. Ég er mjög á móti þsesu,“ bætti Warren við.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×