Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 11:30 Hannes í leik með Valsmönnum síðasta sumar. vísir/getty Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira