Fótbolti

Dómsúrskurður bjargar Amiens og Toulouse frá falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bongani Zungu og félagar í Amiens halda sæti sínu í frönsku úrvalsdeildinni.
Bongani Zungu og félagar í Amiens halda sæti sínu í frönsku úrvalsdeildinni. getty/Jeroen Meuwsen

Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að óheimilt hafi verið að fella Amiens og Toulouse úr frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Tímabilið í Frakklandi var flautað af í lok apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Paris Saint-Germain voru krýndir meistarar og Amiens og Toulouse féllu.

Forráðamenn Amiens voru ósáttir, sögðu ákvörðunina ósanngjarna og leituðu réttar síns. Amiens var í nítjánda og næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir liðinu í 18. sæti (Nimes) þegar tíu umferðir voru eftir.

Lorient og Lens áttu að taka sæti Amiens og Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni. Ekki liggur fyrir hver örlög Lorient og Lens verða, hvort þau verði áfram í B-deildinni eða liðum í úrvalsdeildinni verði fjölgað.

Amiens lagði það til að tvö neðstu lið úrvalsdeildinni héldu sætum sínum í úrvalsdeildinni, tvö efstu lið B-deildarinnar færu upp og hafa 22 liða úrvalsdeild á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×