Innlent

Stærsti jöklabíll heims til sýnis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sleipnir er ansi stór.
Sleipnir er ansi stór. Vísir/Einar

Trukkurinn Sleipnir var sýndur fyrir framan Hörpu í dag og verður aftur á morgun. Sleipnir er stærsti jöklabíll í heimi. Hann vegur þrjátíu tonn, er fimm metrar á hæð og hvert dekk er 78 tommu eða um tveir metrar á hæð og einn metri á breidd.

Dekkin eru átta og þess vegna heitir trukkurinn eftir áttfætta hestinum Sleipni í Norrænni goðafræði. Bíllinn var tekinn fyrst í notkun 2017 en síðustu þrjú ár hafa menn verið að breyta og bæta trukkinn, hækka hann, skipta út vél og svo framvegis.

Hlutverk Sleipnis í sumar verður að fara með hópa upp á Langjökul en síðan verður hann einnig notaður við jöklarannsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×