Innlent

Banda­ríska sendi­ráðið þakkar lög­reglunni fyrir að standa vörð um mann­réttindi

Sylvía Hall skrifar
Bandaríska sendiráðið harmar dauða George Floyd í færslu á Facebook-síðu sinni.
Bandaríska sendiráðið harmar dauða George Floyd í færslu á Facebook-síðu sinni. Já.is

Bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í gærkvöldi færslu þar sem það tjáði sig um stöðu mála í Bandaríkjunum. Í færslunni er dauði George Floyd sagður vera harmleikur sem starfsmenn sendiráðsins syrgi líkt og heimsbyggðin öll.

Sendiráðið segir yfirvöld vinna nú að því að láta hlutaðeigandi aðila axla ábyrgð og ná fram réttlæti í málinu. Fjórir lögregluþjónar hafi verið ákærðir í tengslum við málið sem sé nú rannsakað af yfirvöldum í landinu.

„Þó við horfum fram á erfiðar áskoranir, þá munu Bandaríkin og önnur frjáls samfélög aðeins verða sterkari við umræðurnar sem borgarar okkar hafa skapað í skjóli tjáningarfrelsis síns,“ segir í færslunni.

„Ríkisstjórnir sem taka mannréttindum alvarlega eru gegnsæjar og við fögnum allri umræðu um hvernig við getum gert samfélög okkar betri.“

Þá er lögreglunni í Bandaríkjunum og hér heima þakkað fyrir það að standa vörð um mannréttindi á sama tíma og þeim er falið að sinna því erfiða verkefni „og stundum hættulega verkefni að halda samfélögum okkar öruggum“.


Tengdar fréttir

„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“

Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×