Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 12:33 Katla Rut varð Dúx í MR á föstudag. Vísir/Aðsend „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira