Takmarkanir á skólastarfi mögulega með öðrum hætti komi önnur bylgja Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:45 Skólastarf var víða takmarkað frá byrjun mars og fram í maí. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís. Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís.
Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46
Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03
Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13