Innlent

Vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn

Andri Eysteinsson skrifar

Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við bæjarfjall Grindavíkur, Þorbjörn. Um er að ræða þriðja skiptið á árinu sem land tekur að rísa við fjallið.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar mun staðan skýrast betur í næstu viku en óvissustig er enn í gildi á svæðinu hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarnar vikur en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar 20. – 27. maí sem er nokkuð minni virkni en í vikunni þar á undan. 

Stærsti skjálftinn mældist þá 2,1 að stærð og var miðja hans vestur af Reykjanestá samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×