Gamli Man. United maðurinn aðstoðar líklega gamla Liverpool manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:00 Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Alex Livesey Dirk Kuyt er sagður í hollenskum miðlum vera að taka við liði Feyenoord í sumar og yrði þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Hann myndi þá fá sér til aðstoðar Svíann Henrik Larsson. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn Feyenoord. Hollenska blaðið De Telegraaf hefur heimildir fyrir því að Feyenoord vilji fá nýjan mann í brúna í staðinn fyrir Dirk Advocaat. Advocaat er með samning út næsta tímabil en forráðamenn Feyenoord leita leiða til að færa Advocaat til í annað starf innan félagsins. Dirk Kuyt 'set to take charge at Feyenoord this summer with Henrik Larsson poised to be his assistant' https://t.co/sJ7Vpdv1zG— MailOnline Sport (@MailSport) May 26, 2020 Kuyt spilaði með Feyenoord í tveimur törnum, fyrst 2003 til 2006 og svo frá 2015 til 2017. Liverpool keypti hann frá Feyenoord í ágúst 2006. Henrik Larsson spilaði með Feyenoord frá 1993 til 1997. Henrik Larsson spilaði líka með Manchester United árið 2007 en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Celtic og Barcelona. Dirk Kuyt er 39 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa snúið aftur til Feyenoord. Kuyt spilaði reyndar nokkra leiki með Quick Boys í lok 2017-18 tímabilsins en þar byrjaði hann einmitt feril sinn í boltanum. Kuyt var á þeim tíma aðstoðarþjálfari Quick Boys og félagið vantaði framherja í lok móts. Dirk Kuyt is reportedly set to take on the top job at his former club https://t.co/JXCX8jW66f pic.twitter.com/IOKfyv9Ahc— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 26, 2020 Henrik Larsson hefur mun meiri reynslu af því að stýra fótboltaliðum en Dirk Kuyt. Larsson hefur þjálfað lið í Svíþjóð, bæði sem þjálfari og sem aðstoðarþjálfari. Hann var síðast hjá Helsingborgs IF. Dirk Kuyt hefur unnið fyrir Feyenoord undanfarið og væri í raun að fá stöðuhækkun. Hann hefur verið þjálfari nítján ára liðs félagsins. Það má búast við því að sóknarleikur Feyenoord ætti að vera í fínu lagi undir stjórn þeirra Dirk Kuyt og Henrik Larsson sem voru báðir mjög öflugir sóknarmenn. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Dirk Kuyt er sagður í hollenskum miðlum vera að taka við liði Feyenoord í sumar og yrði þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Hann myndi þá fá sér til aðstoðar Svíann Henrik Larsson. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn Feyenoord. Hollenska blaðið De Telegraaf hefur heimildir fyrir því að Feyenoord vilji fá nýjan mann í brúna í staðinn fyrir Dirk Advocaat. Advocaat er með samning út næsta tímabil en forráðamenn Feyenoord leita leiða til að færa Advocaat til í annað starf innan félagsins. Dirk Kuyt 'set to take charge at Feyenoord this summer with Henrik Larsson poised to be his assistant' https://t.co/sJ7Vpdv1zG— MailOnline Sport (@MailSport) May 26, 2020 Kuyt spilaði með Feyenoord í tveimur törnum, fyrst 2003 til 2006 og svo frá 2015 til 2017. Liverpool keypti hann frá Feyenoord í ágúst 2006. Henrik Larsson spilaði með Feyenoord frá 1993 til 1997. Henrik Larsson spilaði líka með Manchester United árið 2007 en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Celtic og Barcelona. Dirk Kuyt er 39 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa snúið aftur til Feyenoord. Kuyt spilaði reyndar nokkra leiki með Quick Boys í lok 2017-18 tímabilsins en þar byrjaði hann einmitt feril sinn í boltanum. Kuyt var á þeim tíma aðstoðarþjálfari Quick Boys og félagið vantaði framherja í lok móts. Dirk Kuyt is reportedly set to take on the top job at his former club https://t.co/JXCX8jW66f pic.twitter.com/IOKfyv9Ahc— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 26, 2020 Henrik Larsson hefur mun meiri reynslu af því að stýra fótboltaliðum en Dirk Kuyt. Larsson hefur þjálfað lið í Svíþjóð, bæði sem þjálfari og sem aðstoðarþjálfari. Hann var síðast hjá Helsingborgs IF. Dirk Kuyt hefur unnið fyrir Feyenoord undanfarið og væri í raun að fá stöðuhækkun. Hann hefur verið þjálfari nítján ára liðs félagsins. Það má búast við því að sóknarleikur Feyenoord ætti að vera í fínu lagi undir stjórn þeirra Dirk Kuyt og Henrik Larsson sem voru báðir mjög öflugir sóknarmenn.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira