Íslenski boltinn

Jafntefli hjá Fjölni og HK í Grafarvogi

Sindri Sverrisson skrifar
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í kvöld.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í kvöld. Vísir/Bára

Fjölnismenn, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar, tóku á móti HK í æfingaleik í Grafarvogi í kvöld nú þegar styttist í að Íslandsmótið hefjist.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli en samkvæmt Twitter-síðu Fjölnis var það Arnþór Ari Atlason sem kom HK yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Hallvarður Óskar Sigurðarson jafnaði metin skömmu síðar úr vítaspyrnu.

Fjölnir sækir Víking R. heim í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og er áætlað að leikurinn fari fram sunnudaginn 14. júní kl. 18. HK tekur hins vegar á móti FH í Kórnum kl. 13.30 sama dag.

Grindavík og ÍR mættust einnig í æfingaleik í kvöld. Grindavík leikur í 1. deild í sumar en ÍR í 2. deild. Guðmundur Magnússon og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoruðu mörk Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×