Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 18:07 Fangar úr röðum Talíbana bíða eftir að vera leystir úr haldi af afgönskum yfirvöldum. EPA/STR Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28
Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48