Fyrrum samherji Schumacher: „Ég veit hvernig hann hefur það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. maí 2020 10:30 Michael Schumacher og Felipe Massa of árið 2006. vísir/getty Fyrrum samherji Michael Schumacher hjá Ferrari, Felipe Massa, segir í viðtali við brasilíska fjölmiðilinn Record að hann viti hvernig Schumacher hafi það eftir að hafa heimsótt hann til Sviss. Schumacher lenti í alvarlegu slysi á skíðum í lok desember árið 2013 og hefur síðan þá verið mikið leynd yfir ástandi hans. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan og mikil leynd yfir líðan hans. „Ég veit hvernig hann hefur það. Ég er með upplýsingar um það. Samband mitt við hann hefur verið mjög náið,“ sagði Felipe Massa í viðtalinu. Hann segir að fjölskyldan vilja halda leynd yfir stöðunni á fyrrum ökuþórnum og hann beri virðingu fyrir ákvörðun konu og fjölskylu Schumacher. Felipe Massa donne des nouvelles de Michael Schumacher: "La situation est difficile" https://t.co/fWxMxt70IY pic.twitter.com/tb71nNYmgi— DH les Sports + (@ladh) May 25, 2020 „Ég er ekki í eins góðu sambandi við hana því hún var ekki svo oft á götunum en það mikilvægasta er að þetta er ekki auðvelt fyrir hana og hún er að fara í gegnum ansi erfiða tíma,“ sagði Massa sem keyrði með Schumacher árið 2006. „Við verðum að virða þessa ákvörðun og þetta er ákveðið af fjölskyldunni. Þau vilja ekki greina frá einhverjum upplýsingum svo afhverju ætti ég að gera það? Mig dreymir um það hvern einasta dag og vonast til þess að honum líði betur og geti mætt aftur á formúluna. Sérstaklega núna þegar sonur hans er byrjaður að keyra.“ Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum samherji Michael Schumacher hjá Ferrari, Felipe Massa, segir í viðtali við brasilíska fjölmiðilinn Record að hann viti hvernig Schumacher hafi það eftir að hafa heimsótt hann til Sviss. Schumacher lenti í alvarlegu slysi á skíðum í lok desember árið 2013 og hefur síðan þá verið mikið leynd yfir ástandi hans. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan og mikil leynd yfir líðan hans. „Ég veit hvernig hann hefur það. Ég er með upplýsingar um það. Samband mitt við hann hefur verið mjög náið,“ sagði Felipe Massa í viðtalinu. Hann segir að fjölskyldan vilja halda leynd yfir stöðunni á fyrrum ökuþórnum og hann beri virðingu fyrir ákvörðun konu og fjölskylu Schumacher. Felipe Massa donne des nouvelles de Michael Schumacher: "La situation est difficile" https://t.co/fWxMxt70IY pic.twitter.com/tb71nNYmgi— DH les Sports + (@ladh) May 25, 2020 „Ég er ekki í eins góðu sambandi við hana því hún var ekki svo oft á götunum en það mikilvægasta er að þetta er ekki auðvelt fyrir hana og hún er að fara í gegnum ansi erfiða tíma,“ sagði Massa sem keyrði með Schumacher árið 2006. „Við verðum að virða þessa ákvörðun og þetta er ákveðið af fjölskyldunni. Þau vilja ekki greina frá einhverjum upplýsingum svo afhverju ætti ég að gera það? Mig dreymir um það hvern einasta dag og vonast til þess að honum líði betur og geti mætt aftur á formúluna. Sérstaklega núna þegar sonur hans er byrjaður að keyra.“
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira