Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 15:00 Pogba og Solskjær á góðri stundu Robbie Jay Barratt/AMA/Getty Images Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45
Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30
Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00