Hvert er planið? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. mars 2020 09:00 Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar