Fótbolti

UEFA tekur ákvörðun varðandi deildarkeppnir, Evrópukeppnir og EM þann 17. mars

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Lukas Schulze/UEFA/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur boðað forráðamenn allra 55 aðildarsambanda sinna á fund til að ræða aðgerðir sambandsins varðandi kórónuveiruna. Mun fundurinn fara í gegnum Skype eða álíka samskiptamiðil til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Nú þegar hefur leikjum verið frestað enda hefur leikmaður Juventus greinst með veiruna, þá er allt lið Real Madrid í sóttkví.

Því hefur UEFA boðað til fundar þann 17. mars en mögulega þarf sambandið að funda fyrr ef fleiri tilfelli koma upp á yfirborðið.

„Vegna út­breiðslu COVID-19 um gervalla Evr­ópu og sökum þess að Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in skil­grein­ir veiruna nú sem heims­far­ald­ur mun UEFA funda þriðju­dag­inn 17. mars með forráðarmönnum allra 55 aðildarríkja sambandsins. Þar verður ákveðið hvernig knatt­spyrnu­hreyf­ing­in í Evr­ópu get­ur tekið á þessu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu UEFA. Hana má finna á vefsíðu þeirra.

Á fundinum verður tekin ákvörðun með deildarkeppnir sambandsins, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina sem og Evrópumótið 2020 sem á að fara fram nú í sumar. 


Tengdar fréttir

EuroLeague frestað ótímabundið

FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. Þar á meðal er EuroLeague þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með liði sínu Alba Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×