Topp 5 í kvöld: Guðjón, Elfar Árni og Kristinn Ingi segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2020 13:00 Guðjón Baldvinsson segir áhorfendum Stöðvar 2 frá sínum uppáhalds mörkum í Topp 5 í kvöld. vísir/bára Þriðji þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðjón Baldvinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Kristinn Ingi Halldórsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón tala um mark sem hann skoraði fyrir KR gegn Fylki í Árbænum sumarið 2010. Klippa: Topp 5 - Guðjón um sitt uppáhalds mark Guðjón Baldvinsson (fæddur 1986) er uppalinn Stjörnumaður og lék með liðinu til 2007 þegar hann gekk í raðir KR. Guðjón lék með KR tímabilið 2008 og varð bikarmeistari með liðinu. Eftir eitt ár hjá GAIS í Svíþjóð kom Guðjón aftur heim og lék með KR 2010-11. Á seinna tímabilinu sínu vann hann tvöfalt með KR-ingum. Guðjón lék með Halmstad í Svíþjóð á árunum 2012-14 og Nordsjælland í Danmörku 2015. Hann kom svo aftur heim í Stjörnuna um mitt tímabil 2015 og hefur leikið þar síðan ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann lék sem lánsmaður með Kerala Blasters á Indlandi. Guðjón varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Guðjón hefur leikið 138 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 57 mörk. Hann fékk bronsskóinn 2017. Guðjón hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki. Elfar Árni Aðalsteinsson (fæddur 1990) er Húsvíkingur og hóf ferilinn með Völsungi. Hann gekk til liðs við Breiðablik eftir tímabilið 2011 og var þrjú ár í Kópavoginum. Elfar fór svo til KA, sem var þá í 1. deild, 2015. Elfar hefur verið fimm ár í herbúðum KA. Hann sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og verður því ekkert með KA-mönnum í sumar. Elfar hefur leikið 110 leiki í efstu deild og skorað 39 mörk. Hann hefur leikið og skorað í efstu fjórum deildunum á Íslandi. Kristinn Ingi Halldórsson (fæddur 1989) hóf meistaraflokksferilinn með Fram og lék sína fyrstu leiki með liðinu 2007. Hann lék með Fram til 2013 fyrir utan tímabilið 2009 þegar hann var lánaður til Hamars í 2. deildinni. Kristinn Ingi varð bikarmeistari með Fram 2013. Hann færði sig svo yfir til Vals þar sem hann lék í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Kristinn Ingi hefur leikið 175 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Hann fékk silfurskóinn 2012. Kristinn Ingi hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Þriðji þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 20:00. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Guðjón Baldvinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Kristinn Ingi Halldórsson um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón tala um mark sem hann skoraði fyrir KR gegn Fylki í Árbænum sumarið 2010. Klippa: Topp 5 - Guðjón um sitt uppáhalds mark Guðjón Baldvinsson (fæddur 1986) er uppalinn Stjörnumaður og lék með liðinu til 2007 þegar hann gekk í raðir KR. Guðjón lék með KR tímabilið 2008 og varð bikarmeistari með liðinu. Eftir eitt ár hjá GAIS í Svíþjóð kom Guðjón aftur heim og lék með KR 2010-11. Á seinna tímabilinu sínu vann hann tvöfalt með KR-ingum. Guðjón lék með Halmstad í Svíþjóð á árunum 2012-14 og Nordsjælland í Danmörku 2015. Hann kom svo aftur heim í Stjörnuna um mitt tímabil 2015 og hefur leikið þar síðan ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þar sem hann lék sem lánsmaður með Kerala Blasters á Indlandi. Guðjón varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Guðjón hefur leikið 138 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 57 mörk. Hann fékk bronsskóinn 2017. Guðjón hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki. Elfar Árni Aðalsteinsson (fæddur 1990) er Húsvíkingur og hóf ferilinn með Völsungi. Hann gekk til liðs við Breiðablik eftir tímabilið 2011 og var þrjú ár í Kópavoginum. Elfar fór svo til KA, sem var þá í 1. deild, 2015. Elfar hefur verið fimm ár í herbúðum KA. Hann sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og verður því ekkert með KA-mönnum í sumar. Elfar hefur leikið 110 leiki í efstu deild og skorað 39 mörk. Hann hefur leikið og skorað í efstu fjórum deildunum á Íslandi. Kristinn Ingi Halldórsson (fæddur 1989) hóf meistaraflokksferilinn með Fram og lék sína fyrstu leiki með liðinu 2007. Hann lék með Fram til 2013 fyrir utan tímabilið 2009 þegar hann var lánaður til Hamars í 2. deildinni. Kristinn Ingi varð bikarmeistari með Fram 2013. Hann færði sig svo yfir til Vals þar sem hann lék í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Kristinn Ingi hefur leikið 175 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Hann fékk silfurskóinn 2012. Kristinn Ingi hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira