Gamli Leeds stuðningsmaðurinn skoraði sögulegt íslenskt sigurmark á móti Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:30 Guðni Bergsson fagna hér marki með Bolton Wanderers en hann spilaði með félaginu frá 1995 til 2003. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sigurmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska sigurmarkið skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers þann 2. mars 1996 eða fyrir rúmum 24 árum síðan. Bolton Wanderers vann þarna 1-0 útisigur á á Elland Road, heimavelli Leeds United. Liðið hafði tapað 6-0 fyrir Manchester United í leiknum á undan en Guðni missti af þeim leik vegna meiðsla. Mark Guðna kom á sextándu mínútu og hann skoraði það með skalla eftir aukaspyrnu frá Scott Sellars. Sellars byrjaði einmitt ferill sinn hjá Leeds United. Guðni mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í markið en markið má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Þetta var ljúfur sigur en við vorum staðráðnir í að rífa okkur upp eftir skellinn gegn Manchester United. Markið, sem ég skoraði, kom eftir aukaspyrnu, góður bolti kom inn á markteiginn og ég náði að skalla knöttinn í netið. Þegar mörkin telja, sem maður er að skora, þá er gaman," sagði Guðni Bergsson í samtali við DV. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliði Bolton í þrjár vikur eða síðan 10. febrúar. Guðni rifbeinsbrotnaði þá eftir samstuð við Dwight York í leik á móti Aston Villa. „Ég fékk svona heiftarlegt olnbogaskot í síðuna frá Dwight Yorke, sóknarmanni Villa. Þetta var algjört óviljaverk, enda er sá piltur hinn Ijufasti og þekktur fyrir allt annað en svona. Þetta hitti bara á slæman stað," sagði Guðni við DV eftir leikinn. Guðni missti af þremur leikjum Bolton, tveimur deildarleikjum og einum bikarleik. Hann sneri hins vegar aftur til baka með eftirminnilegum hætti. Hann þurfti reyndar að sætta sig við að spila sem bakvörður í leiknum en það gekk svona vel. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 „Það var mikilvægt að vinna þennan leik eftir sjokkið gegn Manchester United á dögunum. Sigurinn gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust i þeirri baráttu sem framundan er i fallbaráttunni. Ég sem gamall stuðningsmaður Leeds fékk engan sérstakan móral yfir því að hafa skorað sigurmarkið gegn þeim," sagði Guðni við DV eftir leikinn á móti Leeds. Guðni Bergsson með lukkudýri Bolton Wanderers.Getty/Adam Davy/ Guðni Bergsson fagnaði líka sigurmarkinu með því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Bolton. „Ég hef átt í viðræðum við forsvarsmenn félagsins undanfarnar vikur varðandi framhaldið og þetta er niðurstaðan. Mér hefur gengið vel með liðinu, fjölskyldunni líður vel í Bolton og félagið gerði mér gott tilboð sem ég ákvað að taka,"sagði Guðni við Morgunblaðið. Guðni Bergsson spilaði á endanum með Bolton til ársins 2003 eða þar til að hann lagði skóna á hilluna eftir 3-0 sigurleik með íslenska landsliðinu í Litháen 11. júní 2003. Guðni var í níu tímabil hjá Bolton Wanderers og var stóran hluta þess tíma sem fyrirliði liðsins. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sigurmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska sigurmarkið skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers þann 2. mars 1996 eða fyrir rúmum 24 árum síðan. Bolton Wanderers vann þarna 1-0 útisigur á á Elland Road, heimavelli Leeds United. Liðið hafði tapað 6-0 fyrir Manchester United í leiknum á undan en Guðni missti af þeim leik vegna meiðsla. Mark Guðna kom á sextándu mínútu og hann skoraði það með skalla eftir aukaspyrnu frá Scott Sellars. Sellars byrjaði einmitt ferill sinn hjá Leeds United. Guðni mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í markið en markið má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Þetta var ljúfur sigur en við vorum staðráðnir í að rífa okkur upp eftir skellinn gegn Manchester United. Markið, sem ég skoraði, kom eftir aukaspyrnu, góður bolti kom inn á markteiginn og ég náði að skalla knöttinn í netið. Þegar mörkin telja, sem maður er að skora, þá er gaman," sagði Guðni Bergsson í samtali við DV. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliði Bolton í þrjár vikur eða síðan 10. febrúar. Guðni rifbeinsbrotnaði þá eftir samstuð við Dwight York í leik á móti Aston Villa. „Ég fékk svona heiftarlegt olnbogaskot í síðuna frá Dwight Yorke, sóknarmanni Villa. Þetta var algjört óviljaverk, enda er sá piltur hinn Ijufasti og þekktur fyrir allt annað en svona. Þetta hitti bara á slæman stað," sagði Guðni við DV eftir leikinn. Guðni missti af þremur leikjum Bolton, tveimur deildarleikjum og einum bikarleik. Hann sneri hins vegar aftur til baka með eftirminnilegum hætti. Hann þurfti reyndar að sætta sig við að spila sem bakvörður í leiknum en það gekk svona vel. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 „Það var mikilvægt að vinna þennan leik eftir sjokkið gegn Manchester United á dögunum. Sigurinn gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust i þeirri baráttu sem framundan er i fallbaráttunni. Ég sem gamall stuðningsmaður Leeds fékk engan sérstakan móral yfir því að hafa skorað sigurmarkið gegn þeim," sagði Guðni við DV eftir leikinn á móti Leeds. Guðni Bergsson með lukkudýri Bolton Wanderers.Getty/Adam Davy/ Guðni Bergsson fagnaði líka sigurmarkinu með því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Bolton. „Ég hef átt í viðræðum við forsvarsmenn félagsins undanfarnar vikur varðandi framhaldið og þetta er niðurstaðan. Mér hefur gengið vel með liðinu, fjölskyldunni líður vel í Bolton og félagið gerði mér gott tilboð sem ég ákvað að taka,"sagði Guðni við Morgunblaðið. Guðni Bergsson spilaði á endanum með Bolton til ársins 2003 eða þar til að hann lagði skóna á hilluna eftir 3-0 sigurleik með íslenska landsliðinu í Litháen 11. júní 2003. Guðni var í níu tímabil hjá Bolton Wanderers og var stóran hluta þess tíma sem fyrirliði liðsins.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00
Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00