Formaður knattspyrnudeildar KR vill að KSÍ aðstoði félögin í landinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 22:15 Páll Kristjánsson er hér fyrir miðju ásamt Kristni Kjærnested (t.h.) og Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni formanni KR. Vísir/Twitter-síða KR Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira