Formaður knattspyrnudeildar KR vill að KSÍ aðstoði félögin í landinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 22:15 Páll Kristjánsson er hér fyrir miðju ásamt Kristni Kjærnested (t.h.) og Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni formanni KR. Vísir/Twitter-síða KR Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira