Sport

Í­þrótta­maður ársins er mat­grannur og nýtir vel sínar fimm þúsund hita­einingar á dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag.
Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s

Júlían J. K Jóhannsson, íþróttamaður ársins árið 2019, segist ekki borða rosalega mikið. Hann sé nokkuð matgrannur og hann nýti sínar hitaeiningar vel.

Júlían var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir sviðið hjá sér í kraftlyftingunum en hann var spurður að því hvað svona maður, sem lyftir svona miklu, sé eiginlega að fá sér að borða.

„Ég myndi segja að ég væri nokkuð matgrannur. Ég nýti hitaeiningarnar vel en ég borða svona um fimm þúsund hitaeiningar á dag,“ sagði Júlían.

„Ég eignaðist barn í mars og hef verið aðeins á því prógrammi því ég er yfirleitt með hann á morgnanna og kærastan fær að leggja sig eftir næturvaktina. Þá hef ég tekið hálfan líter af skyri og tvo banana. Bara eitthvað létt, án þess að ég þurfi að vera einbeita mér voðalega mikið að því.“

„Tveimur til þremur tímum síðar tek ég sex egg og tvær sætar kartöflur og hrísgrjón. Síðan fer ég aftur í eggjamáltíð á eftir og svo grilla ég eitthvað í kvöld,“ sagði Júlían léttur í bragði.

Klippa: Sportið í dag - Júlían borðar merkilega lítið

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×