Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 11:16 Grímuklæddur starfsmaður matvöruverslunar í Moskvu sótthreinsar yfirborð. Vísir/EPA Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar. Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59
Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49