Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 21:24 Vigdís Hauksdóttir var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira