Fjölskyldupizza á 350 þúsund krónur Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2020 10:00 Fyrir 100 árum hafði íslenzka krónan sama verðgildi og danska krónan. 1 dönsk var 1 íslenzk. Í dag er staðan sú, að 1 dönsk króna er 21 íslenzk. Íslenzka krónan hefur þannig fallið, gagnvart þeirri dönsku, um 95%. En þetta er ekki öll sagan. Langt í frá. Fyrir tæpum 20 árum, 1981, voru tvö núll sniðin af íslenzku krónunni og hún uppfærð 100-falt, án þess að á bak við það stæðu nein ný eða aukin verðmæti. Þetta var í reynd innihaldslaus uppfærsla eða andlitslyfting. Nánast fölsun. Raunverulega er staðan því sú, að 1920 var 1 dönsk króna 1 íslenzk, en nú, hundrað árum seinna, er 1 dönsk króna 2.100 íslenzkar krónur. Íslenzka krónan hefur því, í raun og veru, fallið um 99,95%! Með sama, rétta útreikningi er 1 Evra nú 16.000 krónur og 1 Bandaríkjadalur 14.500 krónur. Ef ekki væri þessari „fölsun“ fyrir að fara, kostaði 1 kók 25.000 krónur, 1 kg af kartöflum 37.500, 1 stykki smjör 50.000, stór pizza væri á 350.000, leiga á góðri íbúð væri 35.000.000 (þrjátíu og fimm milljónir) á mánuði og góður jeppi kostaði 1.500.000.000 (einn og hálfan milljarð). Þokkalegt einbýlishús væri á 15.000.000.000 (15 milljarða). Ef menn hafa ekki hafa kynnt sér málið, kunna þeir að halda, að þetta sé svæsin lygasaga, ljótur og ósannur óhróður um blessaða íslenzku krónuna, en, því miður, er svo ekki. Þetta er allt satt og rétt! Hvers vegna er íslenzka krónan svona ótrúlega veikburða, kunna menn að spyrja. Skýringin er einföld. Íslenzka hagkerfið er örsmátt í samanburði við þau hagkerfi, sem á bak við aðra gjaldmiðla standa. Smávægilegar breytingar geta feykt henni til, upp og niður, en þó allra mest og til lengdar; alltaf niður. Það má gera þá samlíkingu, að íslenzka krónan sé eins og 30 tonna fiskikoppur á stormasömu og sviptingakenndu úthafi gengis- og efnahagsmála, meðan Evran er eins og 50.000 tonna hafskip. Eins má velta upp þeirri spurningu, hvort að Bergen-svæðið í Noregi eða Gautaborgar-svæðið í Svíþjóð gætu haldið úti eigin mynt. Bæði þessi byggðasvæði eru svipuð Íslandi að fólksfjölda og efnahagslegu umfangi. Ef einhver myndi gera tillögu um sjálfstæða mynt fyrir annað hvort þessara svæða, væri hann ekki aðeins talinn geðveikur, hann væri það! Hvers vegna í ósköpunum erum við þá að halda í krónuna? Ein hlið er, að við elskum og stöndum á bak við allt, sem við teljum vera íslenzkt. Önnur hlið kynni að koma fram í íslenzku spakmæli, en það endurspeglar eflaust það eðli okkar, sem tilvistin neyddi upp á okkur: „Svo má illu venjast, að gott þyki“. Þetta er auðvitað hvatning vísra manna til okkar um það, að við tökum öllu illu vel og sættum okkur við það; kannske verði það einhvern tíma gott. Það er reyndar svo, að þessi þáttur í okkar eðlisfari - og okkar blóðþrái - hefur haldið íslenzku mannlífi gangandi í gegnum harðræði, plágur og áföll þúsund ára. En þrái og skynsemi fara sjaldnast saman. Við hljótum smám saman að læra þessar lexíur: 1. Krónan er ekkert nema mælikvarði á fjármuni; tekjur og gjöld, eignir og skuldir, sem er kennd við Ísland, til aðgreiningar frá öðrum krónu-gjaldmiðlum (í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Tékklandi). Að öðru leyti er ekkert íslenzkt við hana. Það má líkja krónu við metra, pund eða kíló. Þetta er bara mælieining. 2. Þessi mælieining, eða veikburða grunnur hennar, hefur valdið landsmönnum meiri vanlíðan, vandræðum, óvissu og tjóni, en nokkuð annað; eldgos, fimbulvetrar og fár meðtalin. Síðasta stóra áfallið var hrunið, sem nísti í gegnum merg og bein flestra Íslendinga. 3. Stjórnvöld hafa endurtekið notað, eða öllu heldur misnotað, krónuna til að færa verðmæti og fjármuni frá launþegum og almenningi yfir á útflutningsatvinnuvegina, einkum yfir á sjávarútveginn, en eðli þessara tilfærslna er í raun eignaupptaka; nauðungartilfærsla á tekjum og eignum milli þjóðfélagshópa, sem er alvarlegt brot á stjórnarskrá. Af hverju er þetta allt rifjað upp? Þessa dagana er akkúrat enn ein eignaupptakan og fjármunatilfærslan að fara fram, nú í boði Seðlabanka. Í desember var 1 Bandaríkjadalur 121 króna. Nú er hann kominn í 147. Hann hefur hækkað/krónan fallið um 21%. Svipað gildir um Evru. Hún var 135 krónur, er komin í 160. Á síðustu mánuðum hefur krónan þannig fallið um 20%, sem mun hækka verðlag á Íslandi um a.m.k. 10% að meðaltali. Margar verðhækkanir áttu sér stað nú í seinni hluta apríl eða 1. maí. 5%, 7%, 10% hækkanir hafa verið í gangi, segja kaupmenn mér, og þetta er langt frá því að vera búið. Áður en varir, verður allur innfluttur varningur kominn upp um 20%. Þessi þróun mun svo aftur hækka vísitölur og tengdar skuldbindingar og fara - beint eða óbeint - inn í almennan kostnað og verðlag. Menn munu lenda í kröppum dans með lífskjarasamninginn; hann gæti lent í algjöru uppnámi. Ber Seðlabanki ábyrgð? Hlutverk Seðlabanka er, skv. 1. grein gildandi laga: „Markmið Seðlabankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi“. Auðvitað ber hann þá ábyrgð! Og, hvernig hefur Seðlabanki brugðizt? Seðlabanki hefur, að mati undirritaðs, brugðizt heiftarlega með því að láta krónuna falla, með þessum stórfellda hætti, þegar stöðugleiki og öryggi skipta meira máli, en oftast áður, vegna Kórónuveirunnar. Hvað gat Seðlabanki gert? Er krónan ekki á frjálsum markaði? Seðlabanki býr yfir öflugasta gjaldeyrisvarasjóði allra tíma, þökk sé góðæri síðustu ára og ferðaþjónustu. Síðast þegar ég vissi, nam hann tæplega 1.000 milljörðum króna. Seðlabanki hefði átt að beita þessum mikla gjaldeyrisstyrk sínum og öðrum tiltækum vopnum til að styðja við krónuna og styrkja hana, m.a. með öflugu inngripi í gjaldeyrismarkaðinn og markvissum kaupum á krónunni. Þetta vanrækti Seðlabanki, þess vegna er það rétt, að þær verðhækkanir, sem eru að dynja á okkur og eru að setja öll okkar kerfi í uppnám, verði - alla vega að miklu leyti – skrifaðar á hans reikning. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir 100 árum hafði íslenzka krónan sama verðgildi og danska krónan. 1 dönsk var 1 íslenzk. Í dag er staðan sú, að 1 dönsk króna er 21 íslenzk. Íslenzka krónan hefur þannig fallið, gagnvart þeirri dönsku, um 95%. En þetta er ekki öll sagan. Langt í frá. Fyrir tæpum 20 árum, 1981, voru tvö núll sniðin af íslenzku krónunni og hún uppfærð 100-falt, án þess að á bak við það stæðu nein ný eða aukin verðmæti. Þetta var í reynd innihaldslaus uppfærsla eða andlitslyfting. Nánast fölsun. Raunverulega er staðan því sú, að 1920 var 1 dönsk króna 1 íslenzk, en nú, hundrað árum seinna, er 1 dönsk króna 2.100 íslenzkar krónur. Íslenzka krónan hefur því, í raun og veru, fallið um 99,95%! Með sama, rétta útreikningi er 1 Evra nú 16.000 krónur og 1 Bandaríkjadalur 14.500 krónur. Ef ekki væri þessari „fölsun“ fyrir að fara, kostaði 1 kók 25.000 krónur, 1 kg af kartöflum 37.500, 1 stykki smjör 50.000, stór pizza væri á 350.000, leiga á góðri íbúð væri 35.000.000 (þrjátíu og fimm milljónir) á mánuði og góður jeppi kostaði 1.500.000.000 (einn og hálfan milljarð). Þokkalegt einbýlishús væri á 15.000.000.000 (15 milljarða). Ef menn hafa ekki hafa kynnt sér málið, kunna þeir að halda, að þetta sé svæsin lygasaga, ljótur og ósannur óhróður um blessaða íslenzku krónuna, en, því miður, er svo ekki. Þetta er allt satt og rétt! Hvers vegna er íslenzka krónan svona ótrúlega veikburða, kunna menn að spyrja. Skýringin er einföld. Íslenzka hagkerfið er örsmátt í samanburði við þau hagkerfi, sem á bak við aðra gjaldmiðla standa. Smávægilegar breytingar geta feykt henni til, upp og niður, en þó allra mest og til lengdar; alltaf niður. Það má gera þá samlíkingu, að íslenzka krónan sé eins og 30 tonna fiskikoppur á stormasömu og sviptingakenndu úthafi gengis- og efnahagsmála, meðan Evran er eins og 50.000 tonna hafskip. Eins má velta upp þeirri spurningu, hvort að Bergen-svæðið í Noregi eða Gautaborgar-svæðið í Svíþjóð gætu haldið úti eigin mynt. Bæði þessi byggðasvæði eru svipuð Íslandi að fólksfjölda og efnahagslegu umfangi. Ef einhver myndi gera tillögu um sjálfstæða mynt fyrir annað hvort þessara svæða, væri hann ekki aðeins talinn geðveikur, hann væri það! Hvers vegna í ósköpunum erum við þá að halda í krónuna? Ein hlið er, að við elskum og stöndum á bak við allt, sem við teljum vera íslenzkt. Önnur hlið kynni að koma fram í íslenzku spakmæli, en það endurspeglar eflaust það eðli okkar, sem tilvistin neyddi upp á okkur: „Svo má illu venjast, að gott þyki“. Þetta er auðvitað hvatning vísra manna til okkar um það, að við tökum öllu illu vel og sættum okkur við það; kannske verði það einhvern tíma gott. Það er reyndar svo, að þessi þáttur í okkar eðlisfari - og okkar blóðþrái - hefur haldið íslenzku mannlífi gangandi í gegnum harðræði, plágur og áföll þúsund ára. En þrái og skynsemi fara sjaldnast saman. Við hljótum smám saman að læra þessar lexíur: 1. Krónan er ekkert nema mælikvarði á fjármuni; tekjur og gjöld, eignir og skuldir, sem er kennd við Ísland, til aðgreiningar frá öðrum krónu-gjaldmiðlum (í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Tékklandi). Að öðru leyti er ekkert íslenzkt við hana. Það má líkja krónu við metra, pund eða kíló. Þetta er bara mælieining. 2. Þessi mælieining, eða veikburða grunnur hennar, hefur valdið landsmönnum meiri vanlíðan, vandræðum, óvissu og tjóni, en nokkuð annað; eldgos, fimbulvetrar og fár meðtalin. Síðasta stóra áfallið var hrunið, sem nísti í gegnum merg og bein flestra Íslendinga. 3. Stjórnvöld hafa endurtekið notað, eða öllu heldur misnotað, krónuna til að færa verðmæti og fjármuni frá launþegum og almenningi yfir á útflutningsatvinnuvegina, einkum yfir á sjávarútveginn, en eðli þessara tilfærslna er í raun eignaupptaka; nauðungartilfærsla á tekjum og eignum milli þjóðfélagshópa, sem er alvarlegt brot á stjórnarskrá. Af hverju er þetta allt rifjað upp? Þessa dagana er akkúrat enn ein eignaupptakan og fjármunatilfærslan að fara fram, nú í boði Seðlabanka. Í desember var 1 Bandaríkjadalur 121 króna. Nú er hann kominn í 147. Hann hefur hækkað/krónan fallið um 21%. Svipað gildir um Evru. Hún var 135 krónur, er komin í 160. Á síðustu mánuðum hefur krónan þannig fallið um 20%, sem mun hækka verðlag á Íslandi um a.m.k. 10% að meðaltali. Margar verðhækkanir áttu sér stað nú í seinni hluta apríl eða 1. maí. 5%, 7%, 10% hækkanir hafa verið í gangi, segja kaupmenn mér, og þetta er langt frá því að vera búið. Áður en varir, verður allur innfluttur varningur kominn upp um 20%. Þessi þróun mun svo aftur hækka vísitölur og tengdar skuldbindingar og fara - beint eða óbeint - inn í almennan kostnað og verðlag. Menn munu lenda í kröppum dans með lífskjarasamninginn; hann gæti lent í algjöru uppnámi. Ber Seðlabanki ábyrgð? Hlutverk Seðlabanka er, skv. 1. grein gildandi laga: „Markmið Seðlabankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi“. Auðvitað ber hann þá ábyrgð! Og, hvernig hefur Seðlabanki brugðizt? Seðlabanki hefur, að mati undirritaðs, brugðizt heiftarlega með því að láta krónuna falla, með þessum stórfellda hætti, þegar stöðugleiki og öryggi skipta meira máli, en oftast áður, vegna Kórónuveirunnar. Hvað gat Seðlabanki gert? Er krónan ekki á frjálsum markaði? Seðlabanki býr yfir öflugasta gjaldeyrisvarasjóði allra tíma, þökk sé góðæri síðustu ára og ferðaþjónustu. Síðast þegar ég vissi, nam hann tæplega 1.000 milljörðum króna. Seðlabanki hefði átt að beita þessum mikla gjaldeyrisstyrk sínum og öðrum tiltækum vopnum til að styðja við krónuna og styrkja hana, m.a. með öflugu inngripi í gjaldeyrismarkaðinn og markvissum kaupum á krónunni. Þetta vanrækti Seðlabanki, þess vegna er það rétt, að þær verðhækkanir, sem eru að dynja á okkur og eru að setja öll okkar kerfi í uppnám, verði - alla vega að miklu leyti – skrifaðar á hans reikning. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar