Handbolti

Aron finnur metnaðinn hjá ungu leikmönnum landsliðsins | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron í leik með íslenska landsliðinu.
Aron í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson ræddi framtíð íslenska handboltalandsliðsins hjá Henry Birgi Gunnarssyni í liðinni viku. 

„Ég er mjög er mjög bjartsýnn á framhaldið, ég skal viðurkenna það. Það eru gæði í þeim, ég hef sagt það síðan þeir komu á sínu fyrstu landsliðsæfingar. Við erum líka að sjá það líka að leikmenn eru að fá samninga í stórum liðum, það er mjög jákvætt,“ sagði Aron aðspurður um kynslóðaskiptin í landsliðinu og næsta stórmót.

Leikmennirnir sem átt er við eru meðal annars Viggó Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Haukur Þrastarson.

„Það skiptir miklu máli að spila þessa stóru leiki og þá vita þeir hvar þeir standa. Maður finnur það líka að það er metnaður í þeim, þeir vilja verða betri og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu landsliði á næstu árum. Ég er allavega bjartsýnn,“ sagði Aron enn fremur. 

„Við erum handboltaþjóð og ég sé fyrir mér að eftir nokkur ár að við eigum eftir að gera flotta hluti. Gæðin í þessum hóp eru mjög mikil en það er ekki allt, það þarf rosa mikið að smella og hvernig menn vinna úr sínum hlutum.“

„Ég hef verið í frekar góðum liðum í Evrópu og verið með frábærum leikmönnum í liði sem hafa týnst í ákveðinn tíma en ég hef mikla trú á þessum strákum. Þeir eru með hugann á réttum stað og við getum verið bjartsýn á verðlaun. Og ég vill það líka. Maðru er í þessu til að vinna og vill ná árangri. Þegar þú færð síðan svona stráka upp áttu að setja markið hátt,“ sagði Aron ákveðinn að lokum.

Klippa: Aron segir framtíð íslenska landsliðsins í handbolta bjarta

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp

„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×