Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 22:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess enn að fá að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM. VÍSIR/DANÍEL Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40