Innlent

Steypu­vinnu Land­helgis­gæslunnar til að koma í veg fyrir olíu­leka lokið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landhelgisgæslan lauk í dag vinnu við að koma í veg fyrir að olía leki út í Seyðisfjörð.
Landhelgisgæslan lauk í dag vinnu við að koma í veg fyrir að olía leki út í Seyðisfjörð. vísir

Steypuvinnu Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir olíuleka frá tankskipinu El Grillo lauk síðdegis í dag. Skipið hefur legið á 32 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar í 76 ár eða síðan því var sökkt í febrúar 1944.

Olía hefur lekið úr skipinu á sumrin þegar sjór hlýnar með skaðlegum áhrifum fyrir lífríkið á svæðinu. Sjö kafarar frá séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar unnu að verkinu neðansjávar og áhöfnin á varðskipinu Þór kom að undirbúningi þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×