Hópur Hildar fær 10 daga til að útfæra skimun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:02 Flugvélar Icelandair standa óhreyfðar meðan millilandaflug liggur niðri. Ætla má að meiri hreyfing verði á Keflavíkurflugvelli þegar opnað verður fyrir komur ferðamanna á næstu vikum - með skilyrðum. vísir/vilhelm Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Stjórnvöld hafa skipað verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á að fara á landamærum landsins. Stefnt er að því að ferðamenn geti komið aftur hingað til lands gegn því að þeir fari í skimun, framvísi vottorði eða fari í tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní. Hópurinn mun njóta leiðsagnar Hildar Helgadóttur, forstöðumanns á Landspítala, og er honum ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. maí. Eins og Vísir greindi frá í morgun er enn mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag skimana, sem þegar er farið að valda ruglingi í erlendum fjölmiðlum. Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður meðal annars að leggja fram tillögur að framkvæmd sýnatöku og greiningar hjá farþegum sem koma til landsins, með flugi til Keflavíkur sem og með öðrum leiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er gengið út frá því að öllum sem það kjósa fái skimun við komuna til landsins. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að greina kröfur sem þarf að gera til fyrrnefndra heilbrigðisvottorða sem ferðamenn gætu framvísað á landamærunum, hvernig þeim skuli framvísað og þau metin af hérlendum yfirvöldum. Áætlun með ítarlegri verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun skal liggja fyrir eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Í hópnum munu auk fyrrnefndrar Hildar eiga sæti fulltrúar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra, ISAVIA, Landspítala og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52