Innlent

Tvö smá­hýsi fyrir heimilis­lausa í Skógar­hlíð

Atli Ísleifsson skrifar
Smáhýsin eru ætluð heimilislausum einstaklingum.
Smáhýsin eru ætluð heimilislausum einstaklingum. Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær nýja lóð á mörkum Hringbrautar og Skógarhlíðar fyrir tvö smáhýsi.

Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að smáhýsunum verði komið fyrir á lóðinni í anda hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst sem byggist á því að það sé algjört lykilatriði til að fólk nái bata að það hafi þak yfir höfuðið. 

„Mjög mikil þörf er á slíkum húsum á höfuðborgarsvæðinu en smáhýsin eru ætluð heimilislausum einstaklingum.

Vettvangs- og ráðgjafarteymi velferðarsviðs borgarinnar, svokallað VoR-teymi, þjónustar íbúa í smáhýsum í borginni og tryggir hreinlæti og þrifnað við húsin.

Reiturinn þar sem smáhýsin tvö verða staðsett er við jaðar íbúðabyggðar. Þau verða skermuð af til að tryggja hljóðvist og settur verður gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd,“ segir í tilkynningunni.

Staðsetning smáhýsanna.Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×