Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 19:33 Stella Morris ásamt sonum hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. skjáskot/youtube Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42