Innlent

Hundruð þurft að fresta jarðarför fram yfir samkomubann

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson

Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir eitt það erfiðasta við kórónuveirufaraldurinn vera að aðstandendur fái ekki að kveðja ástvini í athöfn í kirkjunni.

„Það sé nógu erfitt að missa sína nánustu í venjulegu árferði. 

Í hverri viku séu 50 til 60 útfarir á landinu og má því gera ráð fyrir að hætt hafi verið við hundruð jarðarfara. Agnes segir að kirkjan sé þegar farin að huga að fjölda minningastunda eftir faraldurinn.

„Það er náttúrulega ekki hægt að bíða með að grafa en minningarstundunum hefur verið frestað í mörgum tilvikum en þær fara þá fram þegar betur árar. Svo hefur líka verið gripið til þess ráðs að senda jarðarfarir út á Facebook eða öðrum miðlum,“ segir Agnes.  

Þá segir hún að minningarathafnir verði fjölmargar eftir að kórónuveirufaraldurinn er liðinn hjá. „Við erum búin að gera áætlanir hvað þetta varðar. Þær eru reyndar enn á blaði en við erum að vinna í þessu,“ segir Agnes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×