„Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:18 Jón Gunnarsson er sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út 3,800 tonna kvóta á djúpkarfa, en ráðlagður heildarafli Hafrannsóknarstofnunnar fyrir fiskveiðiárið er 0 tonn. Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, segir að djúpkarfi sé óhjákvæmilega veiddur sem meðafli, og með kvótanum sé hægt að nýta hann í verðmætasköpun. „Þetta var eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta hangir saman við nýtingu á gullkarfastofni og grálúðustofni, sem tekst eiginlega ekkert að veiða nema það komi meðafli með af djúpkarfa,“ segir Jón Gunnarsson. Menn hafi verið að veiða karfann „hvort sem er“ og verið að skrá hann í svokallaðan VS afla eða í tegundatilfærslur. Með útgáfu kvóta sé hreinlegra og auðveldara að auka verðmætasköpunina. „Það er í rauninni bara verið að liðka fyrir því að menn geti verið að stunda veiðar á hagkvæmum hætti á afla sem kemur hvort sem er að landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hrygningarstofninn lítill og nýliðun slæm Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar segir að hrygningarstofn djúpkarfans sé lítill, og nýliðun slæm. Hins vegar viti þau að djúpkarfi sé meðafli með öðrum veiðum. „Þetta er bara staðan, þeir hafa væntanlega tekið samtal við einhverja eða verið í samtali við útveginn og einhverja hagaðila og ákveðið að hlusta á það frekar en að fara stíft eftir þeirri ráðgjöf sem kom frá okkur í júní,“ segir hann. „Við förum ekkert endilega í þunglyndi þótt ráðgjöf okkar sé ekki fylgt í einu og öllu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta var eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta hangir saman við nýtingu á gullkarfastofni og grálúðustofni, sem tekst eiginlega ekkert að veiða nema það komi meðafli með af djúpkarfa,“ segir Jón Gunnarsson. Menn hafi verið að veiða karfann „hvort sem er“ og verið að skrá hann í svokallaðan VS afla eða í tegundatilfærslur. Með útgáfu kvóta sé hreinlegra og auðveldara að auka verðmætasköpunina. „Það er í rauninni bara verið að liðka fyrir því að menn geti verið að stunda veiðar á hagkvæmum hætti á afla sem kemur hvort sem er að landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hrygningarstofninn lítill og nýliðun slæm Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar segir að hrygningarstofn djúpkarfans sé lítill, og nýliðun slæm. Hins vegar viti þau að djúpkarfi sé meðafli með öðrum veiðum. „Þetta er bara staðan, þeir hafa væntanlega tekið samtal við einhverja eða verið í samtali við útveginn og einhverja hagaðila og ákveðið að hlusta á það frekar en að fara stíft eftir þeirri ráðgjöf sem kom frá okkur í júní,“ segir hann. „Við förum ekkert endilega í þunglyndi þótt ráðgjöf okkar sé ekki fylgt í einu og öllu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira