Pogba talar til stuðningsmanna Man Utd: Get ekki beðið eftir að labba aftur út á völl Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 10:45 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira