Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda. Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda.
Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00
Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27
Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01