Kapallinn að ganga upp í Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 14:00 Carlos Sainz (til hægri) er á leið frá McLaren til Ferrari. Sæti hans hjá McLaren tekur Daniel Ricciardo (til vinstri). Þeir voru áður samherjar hjá Red Bull. getty/Mark Thompson Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Carlos Sainz tekur sæti Sebastians Vettel hjá Ferrari eftir þetta tímabilið í Formúlu 1. Sainz, sem er 25 ára Spánverji, yfirgefur McLaren eftir tímabilið og verður samherji Charles Leclerc hjá Ferrari. Fyrr í vikunni var greint frá því að Vettel myndi yfirgefa Ferrari þegar samningur hans við liðið rennur út eftir tímabilið. Til að fylla skarðið sem Sainz skilur eftir sig fær McLaren Ástralann Daniel Ricciardo frá Renault. Ricciardo gekk í raðir Renault frá Red Bull fyrir síðasta tímabil. Hjá McLaren verður Ricciardo samherji Bretans Landos Norris. Á síðasta tímabili varð Ferrari í 2. sæti í keppni bílasmiða en McLaren í því fjórða. Í keppni ökuþóra endaði Sainz í 6. sæti en Ricciardo í því níunda. Ricciardo komst aldrei á verðlaunapall á síðasta tímabili en besti árangur Sainz var 3. sætið í brasilíska kappakstrinum. Tímabilið 2020 í Formúlu 1 átti að hefjast í mars en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn og keppni er ekki enn hafin. Tímabilið hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í júlí.
Formúla Tengdar fréttir Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel fer frá Ferrari eftir þetta tímabil. Liðið hefur ákveðið að setja eggin sín frekar í körfu Charles Leclerc. 12. maí 2020 16:00